Leyfi til smásölu á tóbaki
Til að selja tóbak í smásölu eða til reksturs sérverslunar með tóbak þarf sérstakt leyfi heilbrigðisnefndar á viðkomandi eftirlitssvæði.
Samtök Heilbrigðiseftirlitssvæða
Leyfi er veitt til fjögurra ára í senn og einungis veitt rekstraraðilum sem fullnægja almennum skilyrðum laga um verslunaratvinnu.
Þeim sem selur tóbak í heildsölu er óheimilt að selja eða afhenda tóbak öðrum en þeim sem hafa leyfi til að selja tóbak í smásölu.
Þjónustuaðili
Reykjavíkurborg