Fara beint í efnið

Leyfi til aksturs utan vega

Allur akstur utan vega er bannaður samkvæmt náttúruverndarlögum.

Ákveðnar undantekninar eru frá banni við akstri utan vega. Til dæmis fyrir:

  • landbúnaðarstörf

  • björgunarstörf

  • lögreglustörf

  • landgræðslu

  • lögbundnar rannsóknir

Umhverfisstofnun heimilt er að veita sérstakt leyfi fyrir akstri utan vega vegna viðhalds skála og neyðarskýla og vegna kvikmyndagerðar.

Þessar undantekningar eiga bara við þegar ekki er hægt að sinna viðkomandi störfum á annan hátt og engin hætta er á náttúruspjöllum.

Umsókn um leyfi til aksturs utan vega

Þjónustuaðili

Umhverf­is­stofnun