Leyfi til að gegna afmörkuðum störfum lyfjafræðinga tímabundið
Lyfjafræðinemi, sem hefur lokið fjórða árs námi í lyfjafræði og tveggja mánaða verknámi í apóteki, getur fengið leyfi til að gegna afmörkuðum störfum lyfjafræðings tímabundið.
Lyfjafræðineminn má aðeins gegna þessum störfum í viðurvist ábyrgs lyfjafræðings eða staðgengils hans sem einnig skal vera lyfjafræðingur.
Í umsókninni þarf að tilgreina:
það apótek sem lyfjafræðineminn hyggst starfa í
starfstímabil
ábyrgan lyfjafræðing
Einnig þarf að senda inn staðfestingu á því að tveggja mánaða verknámi í apóteki sé lokið. Ef þú leggur stund á lyfjafræðinám við aðra menntastofnun en Háskóla Íslands þarft þú að senda inn staðfestingu á því að fjórða ári sé lokið.
Afhending
Leyfið er sent í tölvupósti á netfang umsækjanda og ábyrgs lyfjafræðings.
Kostnaður
Ekkert kostar að sækja um.
Þjónustuaðili
Lyfjastofnun