Fara beint í efnið

Leiklist

Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO hefur lagt til að menning sé skilgreind sem: “...samsafn þeirra trúarlegu, efnislegu, vitrænu og tilfinningalegu þátta sem einkenna hvert samfélag eða samfélagshóp.“

Leikhús og leiksýningar

Atvinnuleikhús, sjálfstæð leikhús og leikhópar setja á hverju ári upp leiksýningar sem ætlaðar eru öllum aldurshópum.

Það gera einnig mörg áhugamannaleikfélög og –leikhópar, meðal annars í menntastofnunum landsins.

Margskonar afslættir, tilboð og árskort eru í boði hjá leikhúsum og leikhópum. Nánari upplýsingar um uppfærslur má finna á vefjum leikhúsa, leikfélaga, leikhópa og skóla.


Vefmiðasala á leiksýningar, tónleika, kvikmyndasýningar og fleira:
tix.is

Kvikmyndir og ljósmyndir

Ljósmyndarar sýna verk sín í sýningarsölum, galleríum og ljósmyndasöfnum víða um land.

Gamlar og nýjar ljósmyndir eru sýndar allt árið í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni, sem og í mörgum byggða- og minjasöfnum á landsbyggðinni.

Þá getur almenningur einnig skoðað verk ljósmyndara og safnkost ljósmyndasafna á vefjum þeirra.

Kvikmyndamiðstöð Íslands veitir styrki til leikinna kvikmynda og stutt- og heimildamynda og aðstoðar framleiðendur við að kynna verkin á kvikmyndahátíðum erlendis.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir