Fara beint í efnið

Kerfiskennitala fyrir EES/EFTA ríkisborgara sem vinna á Íslandi

Umsókn um kerfiskennitölu

Kerfiskennitölur eru gefnar út til auðkenningar á einstaklingum vegna skammrar dvalar á Íslandi eða annarra ástæðna. Kerfiskennitala veitir engin réttindi.

Einstaklingar sem uppfylla eftirfarandi skilyrði geta sótt um kerfiskennitölu í gegnum Skattinn.

  • EES/EFTA borgarar sem dvelja skemur en sex mánuði og eru í launuðu starfi

  • Maki Íslendings eða EES/EFTA borgara sem er í launuðu starfi en bíður niðurstöðu dvalarleyfisumsóknar

  • Einstaklingar með framtalsskyldar fjármagnstekjur á Íslandi

Þau sem dvelja lengur á Íslandi eða falla ekki undir þau skilyrði sem talin eru hér að ofan skulu snúa sér beint til Þjóðskrár.

Umsókn um kerfiskennitölu

Þjónustuaðili

Skatt­urinn