Mínar síður fyrir einstaklinga og fyrirtæki
Mínar síður hafa verið uppfærðar með því markmiði að auka þægindi, aðgengi og gagnsæi einstaklinga og fyrirtækja að upplýsingum hjá ríkinu.
- Einstaklingar skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.
- Einstaklingar með prókúru fyrirtækis skrá sig inn með sínum rafrænu skilríkjum og skipta yfir á fyrirtæki.
- Ef fyrirtækið birtist ekki þarf að athuga skráningu prókúruhafa hjá Skattinum.
Eldri Mínar síður eru fyrir einstaklinga sem eru ekki með rafræn skilríki. Rafræn skilríki eru öruggari og munu taka alfarið við af Íslykli í komandi framtíð.