Almennt
Til að geta keypt sprengiefni og flutt það inn þarf leyfi lögreglustjóra. Þetta á líka við um kaup á forefnum til gerðar sprengiefna.
Við kaup innanlands er leyfið gefið út af lögreglustjóra á því svæði sem fyrirtæki er skráð.
Við innflutning þarf lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að árita vörureikning áður en efnið er leyst út úr tolli.
Fylgigögn
Yfirlýsing ábyrgðarmanns um að viðkomandi taki að sér það hlutverk, ásamt staðfestingu forráðamanns fyrirtækis.
Afrit af leyfi sprengistjóra.
Kostnaður
Gjald: 14.000 krónur.
Reikningsnúmer: 0303-26-667
Kennitala: 531006-2320
Kvittun er send á netfangið greitt@lrh.is og í skýringarreit er skrifað fyrir hvern sé greitt.
Leyfi til flutnings efnis undir 50 kílóum
Sá sem hefur leyfi til kaupa á sprengiefni öðlast jafnframt rétt til tilflutnings sprengiefnis. Skilyrði eru að:
magnið í hverjum flutningi sé ekki yfir 50 kíló að þyngd,
leyfishafi verður að flytja efnið sjálfur,
ökutæki verður að vera í góðu ástandi og fullnægja öllum ákvæðum umferðarlaga og reglna um gerð og búnað ökutækja.
Leyfi fellt úr gildi
Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu er heimilt að fella leyfið tímabundið úr gildi eða afturkalla það. Þetta á við þegar gildar ástæður eru til að ætla að skilyrði fyrir útgáfu leyfisins séu ekki lengur fyrir hendi.Lög og reglur
Reglugerð um sprengiefni og forefni til sprengiefnagerðar

Þjónustuaðili
Lögreglan