Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

Flutningur á sprengiefni

Leyfi til flutnings á sprengiefni

Á þessari síðu

Til að flytja sprengiefni þarf leyfi frá lögreglustjóra á áfangastað. Það má aldrei flytja meira en 1000 kíló af sprengiefni í hverri ferð.

Skilyrði ökutækis

Ökutæki sem flytur meira en 50 kíló af sprengiefni, án umbúða, verður að vera viðurkennt fyrir slíkan flutning.

Ökutækið skal:

  • vera í góðu ástandi

  • fullnægja öllum ákvæðum umferðarlaga og reglna um gerð og búnað

  • ekki vera rúta eða annað samgöngutæki sem er líka notað til fólksflutninga á landi.

Eigandi, notandi og bílstjóri sem flytur sprengiefni bera ábyrgð á að að ökutækið standist kröfur.

Skilyrði bílstjóra

Bílstjóri verður að hafa:

  • gilt vottorð um starfsþjálfun,

samkvæmt reglugerð um starfsþjálfun stjórnenda ökutækja sem flytja hættulegan farm.

Leyfi til flutnings á sprengiefni

Þjónustuaðili

Lögreglan