Almennt
Sprengistjórar hafa leyfi frá lögreglustjóra til að annast sprengiefni og sprengingar. Umsækjandi um leyfi verður að hafa:
Lokið námskeiði hjá Vinnueftirlitinu. Námskeiðið er bóklegt og verklegt.
Náð 20 ára aldri.
Réttindi sprengistjóra eru tvenns konar:
A-réttindi: Fyrir alla sprengivinnu.
B-réttindi: Fyrir sérhæfða og takmarkaða notkun sprengiefnis sem tiltekin er í leyfinu. Dæmi eru sprengingar í málmbræðsluofnum og sprengingar í rannsóknarskyni, til dæmis við mælingar á jarðskorpu.
Gildistími
5 ár.
Hægt er að sækja um endurnýjun til annarra 5 ára.
Svona verður þú sprengistjóri
Þú lýkur námskeiði hjá Vinnueftirlitinu og stenst nauðsynleg próf.
Þú sækir um leyfi til að fara með sprengiefni og annast sprengingar hjá lögreglustjóra.
Umsókn um leyfi
Nauðsynleg fylgigögn:
Sakavottorð
Nýleg passamynd
Kostnaður
Gjald: 14.000 krónur.
Reikningsnúmer: 0303-26-667
Kennitala: 531006-2320
Sendið kvittun á netfangið greitt@lrh.is og í skýringu fyrir hvern er verið að greiða.
Útgáfa á skírteini
Þegar skírteini er tilbúið er haft samband við umsækjendur í tölvupósti. Sprengistjóri þarf að vera með skírteinið á sér við sprengivinnu og framvísa því þegar lögregla eða starfsfólk Vinnueftirlitsins óska þess.
Lög og reglur
Vopnalög, grein 27.

Þjónustuaðili
Lögreglan