Heimild til að breyta lyfjaávísun í undanþágulyf vegna lyfjaskorts
Lyfjastofnun getur heimilað lyfjafræðingum apóteka að breyta lyfjaávísun læknis á tiltekið lyf, þannig að ávísunin gildi fyrir það undanþágulyf sem búið er að heimila.
Þetta er eitt af þeim úrræðum sem hægt er að beita til að draga úr áhrifum lyfjaskorts. Heimildin er veitt að undangengnu mati á öryggi við slíka breytingu.
Úrræðið er einungis notað í sérstökum tilvikum þegar ljóst þykir að án aðgerða kæmi upp íþyngjandi staða bæði fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsmenn.
Hverjir geta sótt um?
Heildsölur sem hafa heimild til lyfsölu.
Afhending
Heimildin er send í tölvupósti á netfang umsækjanda.
Kostnaður
Ekkert kostar að senda inn umsókn.
Þjónustuaðili
Lyfjastofnun