Hagsmuna- og stéttarfélög listamanna
Bandalag íslenskra listamanna, BÍL er bandalag félaga listamanna í ýmsum listgreinum. Innan vébanda þess eru meðal annars Rithöfundasambandið, Félag íslenskra leikara og Félag íslenskra hljómlistarmanna.
Tilgangur Bandalags íslenskra listamanna, BÍL, er að styðja vöxt og viðgang íslenskra lista, gæta hagsmuna félagsmanna og efla samvinnu þeirra og samstöðu. Þau félög sem starfa á atvinnugrundvelli að listsköpun og listflutningi geta átt aðild að BÍL.
Bandalag íslenskra listamanna
Á vefjum sambanda og félaga er meðal annars að finna upplýsingar um sjóði, styrki, verðlaun, gestaíbúðir, samninga, taxta, lög og reglur og fleira.
Sjóðir, styrkir og verðlaun
Listamannalaun/starfslaun listamanna eru veitt úr Launasjóði myndlistarmanna, Launasjóði rithöfunda, Tónskáldasjóði og Listasjóði. Auglýst er eftir umsóknum á haustin og úthlutað eigi síðar en í mars ár hvert. Launin eru veitt í allt að þrjá mánuði til þriggja ára.
Listamenn og rithöfundar geta sótt styrki til margra stofnana, einkaaðila og sjóða. Um er að ræða starfsstyrki, ferðastyrki, dvalarstyrki og útgáfustyrki svo fátt eitt sé nefnt. Nánari upplýsingar má fá á vefjum stofnana, einkaaðila og sjóða.
Sjóðir og styrkir ætlaðir fræðimönnum og höfundum á vef Hagþenkis
Styrkir til starfa og sýningahalds á vef Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar
Styrkir og sjóðir á sviði menningarmála á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis
Vinnustofur og gestaíbúðir
Listamenn geta sótt um tímabundna dvöl í gestaíbúðum og afnot af vinnustofum, hér heima og í útlöndum til að stunda list sína.
Gestaíbúðir hér á landi og í útlöndum á vef Rithöfundasambands Íslands
Gestavinnustofur á vef SIM, Sambands íslenskra myndlistarmanna
Allar nánari upplýsingar er að finna á vefjum félaga og sambanda listamanna.