Fara beint í efnið

Gjafabréf og inneignarnótur

Gjafabréf og inneignarnótur gilda á þeim forsendum sem um er samið.

Gjafabréf og inneignarnótur

Ekki geyma gjafabréf of lengi! Skoðið vel skilmála og gildistíma er getið er.

Gildistími gjafabréfs og inneignarnótu gagnvart seljanda, og þeim sem hann kann að framselja verslunarrekstur sinn til, er allt að fjögur ár frá útgáfudegi nema um annað sé samið.

Gildistíma inneignarnótu má stytta í allt að eitt ár samkvæmt leiðbeinandi verklagsreglum um inneignarnótur. Sé gildistími styttri en fjögur ár skal taka það sérstaklega fram við útgáfu inneignarnótunnar sem og á nótunni sjálfri.

Komi nýr eigandi að fyrirtæki gilda gjafabréf og inneignarnótur enn sem fyrr gagnvart þeim sem seljandi framselur verslunarrekstur sinn til. Ef um er að ræða annað fyrirtæki er hins vegar ekki hægt að gera kröfu.

Verði seljandinn gjaldþrota á gildistímabili gjafabréfs eða inneignarnótu er hægt að gera kröfu í þrotabúið. Sú krafa er hins vegar sjaldnast mikils virði. Komi ný verslun í stað þess sem varð gjaldþrota er ekki hægt að gera kröfu á hendur henni þar sem um er að ræða annað fyrirtæki.

Gjafabréf og inneignarnótur gilda að öðru leyti samkvæmt þeim forsendum sem um er samið.

Vert að skoða

Lög og reglugerðir

Þjónustuaðili

Neyt­enda­stofa