Breytt ISO númer vegna hjálpartækja samhliða endurskoðaðri reglugerð
Sjúkratryggingar Íslands vekja athygli á því að ný reglugerð vegna hjálpartækja nr. 760/2021 tók gildi 1.júlí sl. og hefur verið unnið að því að uppfæra ISO númer í Gagnagátt og Sögu. Sú vinna er nú á lokametrunum og verður lokað fyrir eldri ISO númer 30. september nk.