Sjúkratryggingar endurskoða ákvarðanir um miska og læknisfræðilega örorku fjögur ár aftur í tímann
Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) hafa ákveðið að endurskoða ákvarðanir sem tengjast bótagreiðslum úr sjúklinga- og slysatryggingum vegna miska eða læknisfræðilegrar örorku síðustu fjögur ár. Farið verður í gegnum allar ákvarðanir sem teknar hafa verið vegna bótagreiðslna, frá og með 3. júní 2017.