Á næsta ári (2025) tekur gildi sú krafa að skoðunarmenn sem hefja störf hjá skoðunarstofum ökutækja þurfa að ljúka þjálfun hjá viðurkenndum þjálfunarstöðvum og öðlast viðurkenningu Samgöngustofu til þess að fá heimild til þess að framkvæma faggiltar skoðanir. Einnig verður öllum starfandi skoðunarmönnum gert skylt að ljúka endurmenntunarnámskeiði hjá viðurkenndri þjálfunarstöð fyrir lok næsta árs (31. desember 2025) til að mega starfa áfram.