Stórum áfanga í átt að betri umgjörð stafrænnar þjónustu er náð með fullri aðild Íslands NIIS-stofnuninni (Nordic Institute for Interoperability Solutions), sem tekur gildi 1. júní, en Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur undirritað samning um aðildina. Stofnuninni var komið á fót árið 2017 af eistneskum og finnskum stjórnvöldum. Hún er óhagnaðardrifin og vinnur að framþróun Straumsins (X-Road) – gagnaflutningskerfis sem gerir stofnunum kleift að veita örugga stafræna þjónustu.