Stafrænt Ísland er tilnefnt í tveimur flokkum alþjóðlegu verðlaunanna Future of Government Awards. Verðlaunin eru veitt árlega til stjórnvalda, tækniteyma og einstaklinga sem vinna að því að bæta opinbera þjónustu við almenning með þróun og innleiðingu stafrænna lausna.