27. september 2024
27. september 2024
Viðurkenning fyrir stafræn skref
Samgöngustofa hefur hlotið viðurkenningu fyrir fullt hús stiga í stafrænum skrefum.
Samgöngustofa hefur hlotið viðurkenningu frá Stafrænu Íslandi fyrir að hafa stigið öll níu stafrænu skrefin. Viðurkenningin var veitt á ráðstefnunni “Tengjum ríkið 2024”. Hefur Samgöngustofa þar með fengið formlega titilinn stafrænn opinber aðili.
Samstarfið við Stafrænt Ísland hefur verið farsælt og hraðað stafrænni vegferð Samgöngustofu. Sú vegferð snýst fyrst og fremst um fólk og upplifun þess í samskiptum við stofnanir.
Samnýting hins opinbera á stafrænum innviðum er skilvirk aðferð við að hámarka gæði, spara tíma og fara vel með okkar sameiginlegu sjóði. Skrefin níu eru stafrænt pósthólf, innskráning fyrir alla, Umsóknakerfi Ísland.is, Mínar síður Ísland.is, vefsíða á Ísland.is, spjallmennið Askur, þjónustuvefur, Ísland.is appið og Straumurinn.