Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

30. nóvember 2022

Þessi frétt er meira en árs gömul

Veiðivottorð fyrir makríl á Japans markað

Frá og með 1. desember þarf veiðivottorð að fylgja með makrílafla sem fluttur er til Japans

net hendur

Við viljum vekja athygli á að frá og með 1. desember þarf veiðivottorð að fylgja með makrílafla sem fluttur er til Japans. Fiskistofa er að leggja lokahönd á að uppfæra veiðivottorðakerfið þannig að hægt sé að velja Japan sem innflutningsland við staðfestingu vottorða.

Vinsamlega sendið póst á fiskistofa@fiskistofa.is ef þið lendið í vandræðum með að fá útgefið vottorð fyrir Japan.