4. febrúar 2025
4. febrúar 2025
Úthlutun aflamarks í grásleppu
Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki í grásleppu og því geta skip með almennt veiðileyfi ásamt hlutdeild og aflamarki í grásleppu hafið veiðar.

Hægt er að sjá nánari upplýsingar um úthlutunina á gagnasíðum Fiskistofu og ýmsar gagnlegar upplýsingar tengdar veiðunum má finna í grein tileinkuðum grásleppuveiðum.
Gott að vita
Eingöngu fiskiskip með aflahlutdeild og afmlamark í grásleppu mega stunda grásleppuveiðar.
Fiskiskip geta einungis nýtt grásleppu heimildirnar á því veiðisvæði sem þau eru skráð.
Ef fiskiskip er flutt af veiðisvæði fellur aflamark og aflahlutdeild skipsins í grásleppu niður.