17. maí 2021
17. maí 2021
Þessi frétt er meira en árs gömul
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga um sameiningu sveitarfélaganna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar laugardaginn 5. júní 2021.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fer fram á skrifstofum embættisins á afgreiðslutíma, mánudaga til fimmtudaga 9:00 - 15:00 og föstudaga kl. 9:00 - 14:00, á
Akureyri, Hafnarstræti 107
Húsavík, Útgarði 1
Siglufirði, Gránugötu 6
Þórshöfn, Fjarðarvegi 3
Atkvæðagreiðsla fer einnig fram hjá kjörstjórum sýslumanns sem hér segir:
Skútustaðahreppur: Hlíðarvegi 6, Reykjahlíð, og
Þingeyjarsveit: Kjarna, Laugum í Reykjadal:
Þriðjudaginn 25. maí frá kl. 10:00 – 15:00
Miðvikudaginn 26. maí frá kl. 10:00 – 15:00
Þriðjudaginn 1. júní frá kl. 10:00 – 15:00
Miðvikudaginn 2. júní frá kl. 10:00 – 15:00
Fimmtudaginn 3. júní frá kl. 10:00 – 15:00
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla á sjúkrastofnunum mun fara fram í samráði við forstöðumenn þeirra og verður auglýst frekar innan viðkomandi stofnana.
Ósk um atkvæðagreiðslu í heimahúsi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar skal hafa borist sýslumanni á sérstöku eyðublað eigi síðar en 1. júní 2021 kl. 16:00.
Kjósendur eru minntir á að hafa persónuskilríki meðferðis.
Hægt er að kjósa utan kjörfundar hjá öllum sýslumannsembættum landsins.