Fara beint í efnið

28. júní 2021

Umsókn um almennt fiskveiðileyfi

Umsókn um almennt fiskveiðileyfi í núverandi kerfi, Ugga, hjá Fiskistofu er orðin gömul og brothætt. Markmiðið er fyrst og fremst að nýta þá tækni og umgjörð sem Ísland.is býr að til þess að tryggja öryggi og stöðugleika í umsýslu umsókna hjá Fiskistofu.

Fiskiker

Í þessu verkefni gerum við útgerðum kleift að sækja um Almennt veiðileyfi í gegnum Ísland.is

Almennt veiðileyfi skiptist í:

  • Veiðileyfi með aflamarki

  • Veiðileyfi með krókaaflamarki

Aðeins um verkefnið

Umsókn um almennt fiskveiðileyfi í núverandi kerfi, Ugga, hjá Fiskistofu er orðin gömul og brothætt. Markmiðið er fyrst og fremst að nýta þá tækni og umgjörð sem Ísland.is býr að til þess að tryggja öryggi og stöðugleika í umsýslu umsókna hjá Fiskistofu.

Útgerðir sækja um almennt veiðileyfi fyrir báta, veiðileyfið fylgir síðan bátnum og endurnýjast árlega nema báturinn sé ekki í notkun í heilt fiskveiðiár. Útgerðir geta verið mismunandi að stærð, allt frá einum aðila upp í fjölmennari rekstrareiningu. Útgerð sækir um veiðileyfið sem rekstraraðili, þriðji aðili getur fengið umboð frá útgerð til þess að sækja um veiðileyfi.

Þessi umsókn er fyrsta skref í vegferð Fiskistofu en framtíðarsýnin er að koma öllum umsóknum um veiðleyfi hjá stofnuninni inn á Ísland.is og að lokum leysa gamla kerfið alveg af hólmi.

Helsta áskorunin var að átta okkur á þeim sértæka notendahópi sem sækir um almennt fiskveiðileyfi, setja umsóknina þannig upp að hún henti þeim hópi sem best og minnka þannig álag á starfsfólk Fiskistofu. Til þess að tækla þessa áskorun, sóttum við innblástur í flæði vefverslana þar sem ákveðin líkindi eru í upplifuninni og útkoman var einfalt og skýrt ferli sem auðveldar útgerðaraðilum að sækja um leyfið.

Ávinningur Fiskistofu er ný tækni og miðlægur staður fyrir allar umsóknir einfaldar verkferla sem og eykur öryggi og stöðugleika stofnunar.
Ávinningur umsækjenda er betra utanumhald, öryggi og aðgengi, allar umsóknir á miðlægum stað.


Greiningu og hönnun lokið, en lausnin fer í forritun í haust.
Hér er hlekkur á hönnun í Figma


Þróunarteymið Sendiráðið vinnur að verkefninu í samstarfi við Fiskistofu og Stafrænt Ísland.