Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

20. október 2023

Þessi frétt er meira en árs gömul

Tilkynning frá HSA

Vegna boðaðs kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október verður starfsemi HSA, önnur en bráðaþjónusta, takmörkuð þennan dag. HSA vill styðja í verki þá baráttur sem er tilefni verkfallsins en 87% starfsfólks okkar eru konur.

Heilbrigðisstofnun Austurlands mekri með texta

Öryggi verður tryggt, þ.e. þjónusta í bráðatilvikum og sólarhringsþjónusta verður á sjúkradeild, fæðingadeild og hjúkrunarheimilum en dregið verður úr almennri heilsugæsluþjónustu sem veitt er af konum og kvár.

Símsvörun á heilsugæslum HSA verður opin og um leið samdægursþjónusta fagmanns í símaráðgjöf, en reikna má með að bið innan dagsins verði meiri en venjulega og væntum við skilnings á því enda staðreyndin sú að konurnar okkar eru #ómissandi.