15. september 2023
15. september 2023
Þrjú ný námskeið í vetur í Innkaupaskóla Ríkiskaupa
Markmið Innkaupaskólans er að stuðla að framþróun opinberra innkaupa sem faggrein og stuðla á sama tíma að sameiginlegum skilningi innan sviðsins hjá kaupendum og bjóðendum sem gerir aðilum kleift að vinna betur saman að settu marki með hliðsjón af stefnu stjórnvalda um hagkvæm og sjálfbær innkaup.
Til að tryggja jafnt aðgengi allra áhugasamra fara námskeiðin fram í streymi. Skráning er hafin á fyrstu námskeið Innkaupaskólans sem kennd verða í vetur í samstarfi við Starfsmennt.
Grunnnámskeið í opinberum innkaupum
6. og 14. nóvember
6.nóv - Kl. 9-12 (Myndbönd gerð aðgengileg)
14. nóv - Kl 10-12 (Teams umræðufundur)
Á námskeiðinu verður fjallað um opinber innkaup, einkum útboð, sem leið til að koma á samningi milli opinberra aðila og fyrirtækja. Um er að ræða inngangsnámskeið þar sem helstu grundvallaratriðum verður gerð góð skil. Fjallað verður um helstu lög og stefnur, meginreglur laga um opinber innkaup, gildissvið laganna og hvernig eigi að leggja mat á hvort innkaup séu útboðsskyld. Þá verður farið yfir hvaða kröfur megi gera í útboðsgögnum og hvernig eigi að leggja mat á framlögð tilboð, einkum hvenær tilboð teljist gild og hvenær megi kalla eftir viðbótarupplýsingum.
Helstu efnisþættir námskeiðisins:
Markmið opinberra innkaupa, helstu lög og stefnur
Meginreglur laga um opinber innkaup
Gildissvið laga um opinber innkaup og hvenær stofnast til útboðsskyldu
Tæknilýsingar, hæfiskröfur, valforsendur og samningskröfur
Mat og val tilboða
Kennari: Stanley Örn Axelsson
Skráning og nánari upplýsingar
Rammasamningar við opinber innkaup
7. desember
Klukkan 9-12
Streymi
Á námskeiðinu verður fjallað um rammasamninga sem innkaupatækni við opinber innkaup, hvað einkennir slíka samninga, hvaða reglur gildi við gerð þeirra og hvernig eigi að framkvæma innkaup á grundvelli þeirra.
Helstu efnisþættir námskeiðisins:
Rammasamningar sem innkaupatækni
Gerð rammasamnings
Kaup innan rammasamnings
Kennari: Stanley Örn Axelsson
Skráning og nánari upplýsingar
Sjálfbær innkaup
18. janúar
Klukkan 9-12
Streymi
Fjallað verður um hugtakið sjálfbærni út frá lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 og hvernig opinberir aðilar skulu bera sig að við mótun og innleiðingu sjálfbærnikrafna í útboðsgögn. Lögð verður sérstök áhersla á þau skilyrði sem sjálfbærnikröfur verða að uppfylla samkvæmt lögunum og í því skyni tekin dæmi af dómaframkvæmd Evrópudómstólsins.
Helstu efnisþættir námskeiðisins eru:
Ávinningur og áskoranir
Innleiðing sjálfbærni í útboðsgögn
Aðferðafræði stefnumótandi innkaupa við sjálfbærni
Kennari: Brynjólfur Sigurðsson
Skráning og nánari upplýsingar