31. maí 2024
31. maí 2024
Þjónusta á kjördag
Kosið verður til forseta Íslands laugardaginn 1. júní.
Opnunartími kjörstaða er mismunandi eftir sveitarfélögum. Í stærri sveitarfélögum er opið frá klukkan 9 til 22. Á minni stöðum er opnunartíminn styttri, en upplýsingar um opnunartíma má nálgast á heimasíðum sveitarfélaga.
Veistu ekki hvar þú átt að kjósa?
Kjörstaður Grindvíkinga er að Ásbrú - Skógarbraut 945 í Reykjanesbæ (húsi sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum).
Landskjörstjórn – almennar upplýsingar
Landskjörstjórn verður með vakt frá klukkan 8:30 – 22:00 á kjördag þar sem hægt er að fá almennar upplýsingar um kosningarnar í síma 540 7500 eða á postur@landskjorstjorn.is
Ertu ekki á kjörskrá eða hefur athugasemdir við kjörskrá?
Ef þú finnst ekki á kjörskrá eða hefur athugasemdir við kjörskrá skaltu hafa samband við Þjóðskrá Íslands í síma 515-5300. Einnig má hafa samband með tölvupósti á kosningar@skra.is.