20. ágúst 2021
20. ágúst 2021
Tengjum ríkið - Skráning í fullum gangi!
Einn helsti fyrirlesari ráðstefnunnar er Kaidi-Kerli Kärner en hún er Strategic Planning Director frá efnahags- og samskiptaráðuneyti Eistlands. Erindi Kaidi ber heitið "Estonia’s journey and lessons learned towards becoming a fully digital country" og má ætla að Ísland geti lært heilmikið af stafrænni vegferð Eista.
Helsti fyrirlesari ráðstefnunnar er Kaidi-Kerli Kärner en hún er Strategic Planning Director frá
efnahags- og samskiptaráðuneyti Eistlands. Erindi Kaidi ber heitið "Estonia’s journey
and lessons learned towards becoming a fully digital country" og má ætla að Ísland geti lært heilmikið af stafrænni vegferð Eista.
Dagskráin er þéttsetin glæsilegum erindum en endanleg dagskrá verður birt fljótlega á vef Stafræns Íslands sem og send á alla skráða þátttakendendur í tölvupósti.
Þátttakendur skráðu sig ýmist í sal eða streymi en nánari upplýsingar verða sendar út eftir helgi og þá með tillliti til þágildandi sóttvarnarreglna.
Dagskrá ráðstefnunnar
Á ráðstefnunni munu lykil stofnanir í opinberri þjónustu segja frá sinni stafrænu vegferð. Einnig munu samstarfsaðilar Stafræns Íslands fara yfir reynslusögur fjölbreyttra verkefna, farið yfir stöðu ýmissa lykil þjónustna ásamt nýjum stafrænum ferlum sem nú eru aðgengilegir.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, opnar ráðstefnuna og í kjölfarið fer Andri Heiðar Kristinsson, framkvæmdastjóri Stafræns Íslands, yfir framtíðarsýn Stafræns Íslands. Einar Gunnar Guðmundsson sérfræðingur stafrænna umbreytinga hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu fer yfir strauma og stefnur hins opinbera hvað varðar stafræna ferla.
Helsti fyrirlesari ráðstefnunnar er Kaidi-Kerli Kärner en hún er Strategic Planning
Director frá efnahags- og samskiptaráðuneyti Eistlands. Erindi Kaidi ber heitið Estonia’s journey and lessons learned towards becoming a fully digital country og má ætla að Ísland geti lært heilmikið af stafrænni vegferð Eista.
Að auki verða á ráðstefnunni um 15 örfyrirlestrar frá stofnunum og samstarfsaðilum.
Dagskrá hefst kl. 13:00 og lýkur 16.30, en frá kl. 15:00 skiptist dagskráin í tvö rými.
Stefnt er að því sem fyrr segir að halda ráðstefnuna bæði stafrænt sem og í raunheimum en tekin verður endanlega ákvörðun um hið síðarnefnda þegar nær dregur.
Skráning á ráðstefnuna er í fullum gangi en mikilvægt er að þátttakendur skrái sig hafi þeir hug á að tryggja sæti í sal eða fá upplýsingar um streymi ráðstefnunnar.