11. maí 2022
11. maí 2022
Sýslumenn tilnefndir til UT verðlauna Stafræna þjónustan 2021
Sýslumenn eru tilnefndir til verðlauna Ský í flokknum UT-Stafræna þjónustan 2021. Verðlaunin verða afhent á tólftu UT messunni 25. maí næstkomandi af forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni.
Sýslumenn eru tilnefndir til verðlauna Ský í flokknum UT-Stafræna þjónustan 2021. Verðlaunin verða afhent á tólftu UT messunni 25. maí næstkomandi af forseta Íslands Guðna Th. Jóhannessyni.
Kristín Þórðardóttir, formaður Sýslumannaráðs:
,,Verðlaunin eru stór viðurkenning fyrir það góða starf sem starfsmenn embættanna og samstarfsaðilar sýslumanna hafa unnið að undanförnum tveimur árum og frábær hvatning til áframhaldandi góðra verka við innleiðingu stafrænna þjónustuleiða embættanna til að þjóna betur þörfum almennings".
Í rökstuðningi með tilnefningunni segir:
„Sýslumenn hafa hafið stórsókn í innleiðingu rafrænnar og stafrænnar þjónustu og eru embættin orðin leiðandi í rafrænni opinberri þjónustu. Árlega nýtir um helmingur landsmanna sér þjónustu sýslumanna, enda eru viðfangsefni þeirra afar fjölþætt. Sýslumenn fóru fyrstir stofnana inn á vef Ísland.is með það að markmiði að auka möguleika viðskiptavina á rafrænni þjónustu og sjálfsafgreiðslu hvar sem er, hvenær sem er. Innleiðing stafrænnar þjónustu embættanna hefur þ.a.l. í för með sér gríðarleg jákvæð áhrif fyrir almenning allan“.
Um leið og við fögnum tilnefningunni óskum við öðrum tilnefndum til hamingju.
Sjá nánar um UT-verðlaun Ský 2022 hér.