Fara beint í efnið

24. október 2024

Svavar Pálsson settur sýslumaður á Austurlandi

Dómsmálaráðherra hefur sett Svavar Pálsson, sýslumanninn á Norðurlandi eystra, tímabundið sem sýslumann á Austurlandi frá 1. nóvember 2024 til og með 31. október 2025.

Svavar Pálsson

Svavar Pálsson mun gegna báðum embættunum á framangreindu tímabili. Sú ákvörðun að setja sýslumann yfir tvö embætti samræmist áherslum yfirvalda í málefnum sýslumanna, þar á meðal að bæta þjónustuna við almenning með því að fella niður áhrif umdæmismarka og auka hagkvæmni við rekstur embættanna.

Nánar má lesa í frétt á vef dómsmálaráðuneytisins:

https://www.stjornarradid.is/raduneyti/domsmalaraduneytid/