14. maí 2021
14. maí 2021
Svæði Sýslumanna á Ísland.is
Sýslumenn eru fyrsta stofnunin sem færðist í heild sinni yfir á Ísland.is. Vefsvæðinu syslumenn.is var lokað í maí 2021 og þá hafði allt efni vefsins verið flutt á nýja lendingarsíðu fyrir sýslumenn á Ísland.is.
Sýslumenn eru fyrsta stofnunin sem færðist í heild sinni yfir á Ísland.is. Vefsvæðinu syslumenn.is var lokað í maí 2021 og þá hafði allt efni vefsins verið flutt á nýja lendingarsíðu fyrir sýslumenn á Ísland.is.
Notendur sem slá inn syslumenn.is finna nú nýja lendingarsíðu Sýslumanna á Ísland.is.
Hlutverk síðunnar er að veita notendum helstu upplýsingar um stofnunina ásamt því að vera farvegur inn á greinar um þjónustuna sem hún veitir. Þar kemur meðal annars fram:
Stutt lýsing á hlutverki Sýslumanna
Allar greinar sem tilheyra Sýslumönnum í röð eftir því hversu mikið þær eru heimsóttar ásamt öflugri leitarvirkni
Fréttir og tilkynningar
Upplýsingar um opnunartímar, símanúmer, heimilisfang, helstu netföng og annað slíkt
Útgefið efni, fagráð, persónuverndarstefna og annað
Lendingarsíður stofnana eru stór þáttur í færslu þeirra yfir á Ísland.is og sú grind sem var gerð fyrir Sýslumenn mun nýtast sem grunnur fyrir aðrar stofnanir í framtíðinni.
Hugbúnaðarfyrirtækið Stefna vann verkefnið í samstarfi við Sýslumenn og Stafrænt Ísland.