8. nóvember 2023
8. nóvember 2023
Þessi frétt er meira en árs gömul
Stafræn umsókn um ökuritakort
Nú er umsókn ökuritakort orðin stafræn á Ísland.is. Atvinnubílstjórar geta því sótt um og endurnýjað ökuritakort með rafrænni auðkenningu þar sem upplýsingar um ökuréttindi, ljósmynd og undirskrift eru sótt í gagnagrunn sýslumanns.

Nú er umsókn ökuritakort orðin stafræn á Ísland.is. Atvinnubílstjórar geta því sótt um og endurnýjað ökuritakort með rafrænni auðkenningu þar sem upplýsingar um ökuréttindi, ljósmynd og undirskrift eru sótt í gagnagrunn sýslumanns. Áður þurfti að fylla út og undirrita umsókn á pappír og skila til Samgöngustofu ásamt afriti af ökuskírteini og passamynd. Við fögnum þessum áfanga sem bætir þjónustu og sparar sporin.