Fara beint í efnið

9. október 2024

Skýrsla um undirbúning og framkvæmd forsetakjörs

Skýrsla landskjörstjórnar um undirbúning og framkvæmd forsetakjörs sem fór fram þann 1. júní 2024 hefur verið afhent dómsmálaráðherra.

domsmalaradherra_skyrsla_8.10.24

Skýrsla landskjörstjórnar um undirbúning og framkvæmd forsetakjörs sem fór fram þann 1. júní 2024 var afhent dómsmálaráðherra gær.

Í skýrslunni er meðal annars sagt frá hlutverki, skipan og starfsemi landskjörstjórnar í aðdraganda forsetakjörsins og um hin fjölbreyttu verkefni sem innt eru af hendi fyrir og að loknum kosningum. Ráðherra leggur skýrsluna í kjölfarið fyrir Alþingi.

Á myndinni eru talið frá vinstri Hjördís Stefánsdóttir yfirlögfræðingur landskjörstjórnar, Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra og Ástríður Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri landskjörstjórnar.