2. júní 2023
2. júní 2023
Samstarfsyfirlýsing landskjörstjórnar og Þjóðskrár Íslands um rafræna kjörskrá undirrituð
Samstarfsyfirlýsing um framkvæmd verkefna sem varða rafræna kjörskrá var undirrituð.
Ástríður Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri landskjörstjórnar og Hildur Ragnars, settur forstjóri Þjóðskrár Íslands undirrituðu samstarfsyfirlýsingu í síðustu viku.
Markmið samstarfsyfirlýsingarinnar er að formgera samstarf landskjörstjórnar og Þjóðskrár Íslands við framkvæmd verkefna sem varða rafræna kjörskrá. Þróun og innleiðing rafrænnar kjörskrár felur í sér gerð sérstaks hugbúnaðar og tölvukerfis ásamt því að innleiða ný vinnubrögð og ferla hjá öllum notendum kjörskrár sem eru t.d. kjörstjórar sem sjá um utankjörfundaratkvæðagreiðslu og kjörstjórnir sem starfa á kjördag.