8. desember 2023
8. desember 2023
Samstarf um norrænar lausnir í orkuskiptum flutningaskipa
Auglýst er eftir umsóknum í verkefni á sviði norrænna sjóflutninga og orkurannsókna.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í norrænu sjóflutninga- og orkurannsóknaáætlunina. Samgöngur, og þá sérstaklega sjóflutningar, hafa verið sú atvinnugrein sem einna erfiðast hefur verið að ná fram umhverfislegum umbótum og draga úr kolefnisfótspori.
Þetta er í annað sinn sem opnað er fyrir umsóknir í áætlunina, en Norðurlöndin eru öflug á sviði hafrannsókna og hafa víðtækar hafrannsóknaáætlanir í hverju landi fyrir sig sem beinast að ólíkum viðfangsefnum sem bæta norræna færni. Árangur þriggja nýlega fjármagnaðra rannsóknarhópa undirstrikar mikilvægi þess að sameina kröftuga sérfræðiþekkingu til að þróa nýjar lausnir í sjóflutningum.
Nýja áætlunin, sem nú er auglýst eftir umsóknum úr, miðar að því að styrkja norræn gildi og virkja samlegðaráhrif sem felast í samstarfi við lausn áskorana sem blasa við í orkuskiptum í sjóflutningum.
Umsóknarfrestur er til 22. febrúar 2024 og geta umsækjendur frá Svíþjóð, Íslandi og Færeyjum sótt um styrk. Samstarfsaðilum frá öðrum norrænum ríkjum er einnig velkomið að sækja um, en þeir verða að leggja sitt eigið fjármagn til verkefnisins.