5. mars 2024
5. mars 2024
Samgöngustofa hlýtur vottun fyrir 5. græna skrefið
Það er lokaskrefið í verkefninu Græn skref sem er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni.
Mánudaginn 4. mars fékk Samgöngustofu vottun fyrir 5. græna skrefið. Það er lokaskrefið í verkefninu Græn skref sem er fyrir ríkisstofnanir sem vilja draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni.
Fimmta skrefið er svokallað umhverfisstjórnunarkerfi til þess að halda utan um skilyrði fyrri skrefa. Gefnar hafa verið út verklagsreglur og vinnulýsingar í gæðakerfi Samgöngustofu sem styðja við umhverfisstjórnunina.
Umhverfismálin eru stöðugt verkefni og hefur Samgöngustofa metnað fyrir áframhaldandi framförum á því sviði. Næst á dagskrá er innri úttekt á hlítni við fyrri skref og árleg skil á grænu bókhaldi til Umhverfisstofnunar. Áfram verður unnið að umhverfisvænni rekstri í starfseminni og eflingu umhverfsivitunar meðal starfsfólks.