Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

5. mars 2025

Sala fisferða óheimil

Samgöngustofa vekur athygli á ákvörðun Neytendastofu vegna markaðssetningar á fisflugi gegn gjaldi. Óheimilt er að selja flug með fisi.

Samgöngustofa flug fisflug flugnám


Neytendastofa hefur birt ákvörðun vegna markaðssetningar á fisflugi gegn gjaldi. Samkvæmt gildandi reglum er óheimilt að fljúga fisi nema til skemmtunar og íþrótta en sala ferða er óheimil.

Neytendastofa hefur eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu samkvæmt lögum nr. 57/2005, og taldi þá markaðssetningu sem fjallað er um í málinu brot á þeim lögum.