Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

21. apríl 2023

Þessi frétt er meira en árs gömul

Réttindi og skyldur okkar allra

Einstaklingar hér á landi búa að ákveðnum réttindum og skyldum í samfélaginu.

par_med_hund

Réttindi og skyldur einstaklinga eru skýr samkvæmt lögum frá fæðingu til andláts. Réttindi segja til um hvers einstaklingur getur krafist af samfélaginu, en skyldur segja til um hvaða kröfur samfélagið getur gert til einstaklings.

Það er mikilvægt að þekkja réttindi sín og skyldur sem borgara hér á landi. Tekinn hefur verið saman listi yfir helstu atriði enda er ekki sjálfsagður hlutur að við þekkjum þetta öll og gott að geta flett upp.

Líf okkar Íslendinga er alls konar og því ýmis réttindi sem fjölbreytt flóra fólks hér á landi á rétt á sem ekki eru listuð hér. Sama á við um skyldur okkar. Hér er þó gerð tilraun til að lista upp helstu réttindi og skyldur út frá æviskeiði okkar Íslendinga. Þannig er hægt á einfaldan hátt að fletta upp almennum réttindum og skyldum út frá aldri.

Skoða helstu réttindi og skyldur á Ísland.is

Fylgstu með því nýjasta

Skráðu þig á póstlista Stafræns Íslands og fylgstu með því nýjasta í stafrænni opinberri þjónustu.