Fara beint í efnið

5. febrúar 2021

Rafrænar aflýsingar eru fyrsti hluti rafrænna þinglýsinga

Rafrænar aflýsingar er fyrsta ferlið sem þróað var í verkefninu rafrænar þinglýsingar en aflýsingar gegna því hlutverki að aflýsa réttindum úr þinglýsingabókum.

crc-application-submitted

Rafrænar aflýsingar er fyrsta ferlið sem þróað var í verkefninu rafrænar þinglýsingar, en aflýsingar gegna því hlutverki að aflýsa réttindum úr þinglýsingabókum.

Aðeins um verkefnið

Þegar lán hefur verið greitt þá getur kröfuhafi sent inn þinglýsingarnúmer og rafrænt aflýst láninu. Þá sendist staðfesting á lántaka inn á Ísland.is. Kröfuhafi getur sótt staðfestingu í gegnum vefþjónustu. Kröfuhafar geta leitað að þinglýsingarnúmeri með því að slá inn fastanúmer á veðandlagi.

Áskorun verkefnisins fólst til dæmis í þróun á vefþjónustum á móti eldri kerfum sem notuð eru við þinglýsingar, betrumbætur á rekstrarumhverfi og innleiðing á nýjum gagnagrunnum hefur tryggt betri þjónustu.

Innleiðing á vefþjónustum þarfnast þróunar hjá notendum, þ.e. fjármálafyrirtæki þurfa að tengjast vefþjónustum, beintengja við lánakerfi og/eða þróa viðmót til að senda inn rafrænar aflýsingar.

Um 40% skjala hjá Sýslumönnum eru aflýsingar, með þessari breytingu minnkar handavinna hjá fjármálafyrirtækjum og sýslumönnum ásamt því að lántakar fá staðfestingu um aflýsingu inn á Ísland.is í stað þess að fá bréfpóst.

Hér er hægt að sjá meira um verkefnið rafrænar aflýsingar
Hér er hægt að lesa meira um verkefnið rafrænar þinglýsingar

Sýslumenn, Þjóðskrá Íslands og dómsmálaráðuneytið unnu að verkefninu rafrænar aflýsingar í samstarfi við þróunarteymin Parallel, Programm, Intellecta, Þjóðskrá ásamt Stafrænu Íslandi.