10. janúar 2023
10. janúar 2023
Óinnleystar ávísanir
Fjársýslan tekur ekki við óinnleystum ávísunum frá og með 15. febrúar 2023.
Fjársýslan hætti að gefa út ávísanir árið 2011 en stöku sinnum berast beiðnir um greiðslu óinnleystra ávísana.
Um tékka gildir ítarlegur lagabálkur frá 1933. Eftirfarandi ákvæði koma þar fram varðandi fyrningu:
29. gr. Tékka, sem gefinn er út hér á landi og greiðast á innanlands, skal sýna til greiðslu innan 30 daga.
52. gr. Kröfur tékkahafa gegn framseljendum, útgefanda og öðrum tékkaskuldurum fyrnast á sex mánuðum frá lokadegi sýningarfrestsins að telja.
Eftir að krafa samkvæmt tékkanum er fyrnd stendur eftir krafan um greiðslu launa. Um hana fara almennar fyrningarreglur, samanber lög um fyrning skulda og annarra kröfuréttinda frá 1905, sem gilda um kröfur sem verða til fyrir 1. jan. 2008 og lög um fyrningu kröfuréttinda frá 2007 sem gildir eftir 1. janúar 2008. Samkvæmt báðum lögunum fyrnast kröfur um gjaldkræf laun á fjórum árum.
Tekin hefur verið sú ákvörðun að taka ekki við óinnleystum ávísunum frá og með 15. febrúar 2023, enda fyrningarfrestur krafna löngu liðinn.