21. mars 2023
21. mars 2023
Nýsköpunardagur hins opinbera
Nýsköpunardagur hins opinbera 2023 verður haldinn þann 23. maí næstkomandi. Þemað í ár er „Nýsköpun í opinberum sparnaði“.
Nýsköpunardagur hins opinbera 2023
Þriðjudaginn 23. maí kl. 9:00-13:00
Veröld – hús Vigdísar (Auðarsalur) og í streymi
Þema: „Nýsköpun í opinberum sparnaði“
Markmið Nýsköpunardagsins er að stuðla að auknum opinberum innkaupum á nýsköpun með sérstakri áherslu á lausnir sem skapa sparnað í opinberum rekstri.
Sprota- og nýskapandi fyrirtæki verða í aðalhlutverki með kynningum á nýjum og spennandi sparnaðarlausnum ásamt mikilvægum fróðleik um opinber innkaup á nýsköpun.
Í kjölfar kynninga gefst færi á tengslamyndun milli fyrirtækja og opinberra aðila til að ræða leiðir að bættri þjónustu og aukinni skilvirkni í opinberum rekstri.
Dagskrá
Opnunarávarp
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherraSparnaðarlausnir
20 sprota- og nýsköpunarfyrirtæki með 5 mínútna örkynningarTengslamyndun og veitingar
Léttar veitingar og kaffi fyrir þau sem mæta snemma og kaffihlé kl.10:15
Beint streymi verður frá viðburðinum. Hægt er að fá sendan streymishlekk í tölvupósti, á degi viðburðar, með því að velja „Ég fylgist með í streymi" þegar fyllt er út í skráningarformið.
Hlekkur á streymið verður jafnframt birtur á vef Fjártækniklasans og Facebook-síðu viðburðarins.
Skráningar er krafist vegna takmarkaðs sætafjölda, en skráning í sal og streymi fer fram á vef Fjártækniklasans.