6. október 2021
6. október 2021
Nýr samningur við ljósmæður og aðgerðaáætlun um barneignaþjónustu
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýgerðan rammasamning Sjúkratrygginga Íslands við ljósmæður vegna fæðinga og umönnunar sængurkvenna í heimahúsum.
Helsta nýmæli samningsins felst í stóraukinni þjónustu við mæður sem þurfa ráðgjöf vegna brjóstagjafar. Ráðherra hefur jafnframt samþykkt aðgerðaáætlun til ársins 2030 sem miðar að því að bæta barneignaþjónustu, jafnt á meðgöngutíma, við fæðingu barns og í kjölfar fæðingar.