8. júlí 2022
8. júlí 2022
Nýjar reglur varðandi strandveiðar
Matvælaráðherra hefur aukið aflaheimildir í strandveiðum um 1074 tonn af þorski.
Matvælaráðherra hefur aukið aflaheimildir í strandveiðum um 1074 tonn af þorski. Einnig hefur ráðherra komið á þeirri breytingu að Fiskistofa mun fella strandveiðileyfi úr gildi þegar strandveiðar verða stöðvaðar síðar í sumar. Í því felst að heimilt verður að stunda veiðar á grundvelli annarra veiðileyfa eftir að strandveiðitímabili lýkur.