5. mars 2025
5. mars 2025
Niðurstöður þjónustukönnunar fyrir febrúar
Áframhaldandi ánægja

Niðurstöður fyrir febrúar eru sambærilegar og fyrir mánuðinn á undan.
Þjónustuþegar eru almennt mjög ánægðir með þjónustu HSU og töldu 83% af þeim 1350 manns sem svöruðu þjónustuna vera góða.
Svarendur telja áfram að viðmót starfsfólks sé til fyrirmyndar eða 4,6 af 5 mögulegum.
Farið er yfir opnu svörin úr þjónustukönnuninni reglulega og allar ábendingar teknar til greina með það að markmiði að vinna úrbætur.
Nokkur hrós úr opnum svörum í febrúar:
Þjónustan var alveg til fyrirmyndar
Mjög fagleg þjónusta og ástundun heimilislæknis
Fékk mjög góða þjónustu, bæði hjá hjúkrunarfræðingi og lækni, áfram HSU :)
Þjónustan á síðustu árum hefur stóraukist og nú get ég fengið alla mína aðstoð á HSU
