Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

26. febrúar 2025

Móttaka gjafa til HSU á Höfn

Í lok síðasta árs kom Lionsklúbbi Hornafjarðar heilsugæslunni á Höfn til bjargar með veglegri gjöf.

takk

Sú staða hefur verið uppi lengi að skjólstæðingar hafa fram til þessa þurft að keyra alla leið til Víkur eða lengra til að geta sinnt eftirliti efnaskiptaaðgerða. Með reglulegu millibili þurfa þessir einstaklingar að láta mæla hlutfall fitu og vöðva í líkamanum, meðal annars og til þess þarf sérstaka vog. Svona mælingar hafa einnig unnið sér sess í eftiliti með ofþyngd barna og núna einnig í lífsstílsmóttöku heilsugæslunnar, þar sem fólk fær aðstoð við þyngdartap. Ljóst var að svona vog væri nauðsynleg til að geta sinnt vel þessum sífellt stækkandi hóp skjólstæðinga. Það var því afar ánægjulegt þegar Lionsklúbbur Hornafjarðar bauðst til að gefa heilsugæslunni svona vog og sameinaði til þess krafta karla- og kvennastúkunnar.

Vogin er afar kærkomin viðbót í tækjabúnað heilsugæslunnar og frá því hún kom í lok síðasta árs, hefur hún verið í stöðugri notkun og létt af öllum löng ferðalög sem er öryggi fyrir sjúklinga og starfsmenn.

Það er ómetanlegt að finna þann hlýhug sem svona gjöfum fylgir og aldrei hægt að fullþakka. HSU þakkar innilega fyrir gjöfina og óskar Lionsklúbbi Hornafjarðar velfarnaðar í sínum óeigingjörnu störfum.

Lionsklúbbur Hornafj