Fara beint í efnið

21. nóvember 2024

Mikilvæg atriði varðandi hlutdeildarsetningu grásleppu

Fiskistofa hefur á undanförnum dögum fengið fjölda fyrirspurna og álitaefna vegna hlutdeildasetningu á grásleppu.

viti

Fiskistofa hefur nú lagt mat á eftirfarandi atriði sem snúa að hlutdeildasetningunni:  

  • Flutningur veiðireynslu: Áður en til úthlutunar kemur er leyfilegt að flytja veiðireynslu á milli skipa ef breyting hefur orðið á skipakosti, svo sem kaup, sala skips eða skip tekið af skipaskrá. Skila þarf in beiðni um flutning fyrir 2. janúar 2025.

  • Flutningur hlutdeilda og hámarksaflahlutdeild: Óheimilt er að flytja hlutdeildir í grásleppu milli skipa til 31. ágúst 2026 nema verið sé að gera ráðstafanir til að koma skipum sem fá umfram 1,5% í lögbundið hámark.  

  • Heimahöfn – staðbundin veiðisvæði: Þegar hlutdeildum er úthlutað þá festist hlutdeildin og aflamarkið á því veiðisvæði sem skipið er skráð á á þeim tímapunkti.  Fiskistofa miðar í því sambandi við heimahöfn skips samkvæmt skipaskrá Samgöngustofu.   

Fiskistofa mun bregðast við þeim álitaefnum sem upp koma eins skjótt og unnt er og þannig að aðilar séu upplýstir og geti gætt hagsmuna sinna.