27. apríl 2022
27. apríl 2022
Kosningarréttur erlendra ríkisborgara við sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022
Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands eru 31.702 erlendir ríkisborgarar með kosningarétt við komandi sveitarstjórnarkosningar.
Kosningarétt við kosningar til sveitarstjórnar eiga;
danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri þegar kosning fer fram og eiga skráð lögheimili í sveitarfélaginu,
aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa skráð lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag, sem náð hafa 18 ára aldri þegar kosning fer fram og eiga skráð lögheimili í sveitarfélaginu.
Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands eru 31.702 erlendir ríkisborgarar með kosningarétt við komandi sveitarstjórnarkosningar.
Tíu fjölmennustu hópar erlendra ríkisborgara á kjörskrá við sveitarstjórnarkosningarnar eru:
1. Pólskir ríkisborgarar á kjörskrá - 13.542
2. Litáískir ríkisborgarar á kjörskrá - 2.902
3. Lettneskir ríkisborgarar á kjörskrá - 1.269
4. Rúmenskir ríkisborgarar á kjörskrá - 1.155
5. Þýskir ríkisborgarar á kjörskrá - 971
6. Danskir ríkisborgarar á kjörskrá - 857
7. Portúgalskir ríkisborgarar á kjörskrá - 856
8. Breskir ríkisborgarar á kjörskrá - 788
9. Spænskir ríkisborgarar á kjörskrá - 696
10. Filippseyskir ríkisborgarar á kjörskrá - 679
Á vef Fjölmenningarseturs má finna gagnlegar upplýsingar um framkvæmd kosninga á ensku og fleiri tungumálum.
Hér er að finna enska þýðingu á kosningalögunum nr. 112/2021