14. janúar 2025
14. janúar 2025
Könnun um fræðsluþörf - Fjársýsluskólinn
Fjársýslan vill vekja athygli á könnun sem send var notendum kerfa Orra í tölvupósti 13.janúar sl. en markmiðið með henni er að kanna fræðsluþörf viðskiptavina Fjársýslunnar

Fjársýslan vill vekja athygli á könnun sem send var notendum kerfa Orra í tölvupósti 13.janúar sl. en markmiðið með henni er að kanna fræðsluþörf viðskiptavina Fjársýslunnar.
Mikilvægt er að sem flestir svari könnuninni svo vel takist til með verkefnið, en upplýsingar úr henni ásamt öðrum gögnum verður grunnur að námsskrá Fjársýsluskólans sem stefnt er að setja á laggirnar á árinu.
Ekki er hægt að rekja einstök svör.
Áætlað er að það taki að hámarki 6 mínútur að svara könnuninni og henni lýkur þann 17.janúar.
Við hvetjum alla notendur Orra og aðra viðskiptavini Fjársýslunnar til að taka könnunina með því að smella hér.