14. ágúst 2023
14. ágúst 2023
Kjörskrá í íbúakosningum í Sveitarfélaginu Stykkishólmi
Ert þú á kjörskrá í íbúakosningum í Sveitarfélaginu Stykkishólmi?
Á vef Þjóðskrár geta kjósendur kannað hvort og hvar þeir eru á kjörskrá í íbúakosningum í Sveitarfélaginu Stykkishólmi 9. september – 23. september 2023.
Þegar slegin er inn kennitala kemur upp nafn og sveitarfélag. Í mörgum tilkvikum birtast einnig upplýsingar um kjörstað og kjördeild hafi þær upplýsingar verið skráðar af sveitarfélaginu.
Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili á viðmiðunardegi kjörskrárinnar.
Hér má kanna hvort þú sért á kjörskrá í íbúakosningunum í Sveitarfélaginu Stykkishólmi.
Athugið að landskjörstjórn kemur ekki að íbúakosningunum og bent er á að hafa samband við yfirkjörstjórn Sveitarfélagsins Stykkishólms vegna spurninga er varða framkvæmdina.