14. mars 2022
14. mars 2022
Ísland.is valið Verkefni ársins 2021
Íslensku vefverðlaunin 2021 fóru fram síðastliðinn föstudag en þar unnu Ísland.is og Mínar Síður Ísland.is til verðlauna og fengu sömuleiðis sérstaka viðurkenningar fyrir aðgengismál.
Ísland.is var valinn opinber vefur ársins annað árið í röð og Mínar síður vefkerfi ársins. Þá fengu Mínar síður sérstaka viðurkenningu fyrir aðgengismál líkt og Ísland.is fékk í fyrra.
Þá var Ísland.is valið verkefni ársins 2021 sem er mikill heiður og viðurkenning enda fjöldi frábærra vefverkefna mikill .
Stafrænt Ísland vill koma þökkum til samstarfsteyma sinna fyrir gott samstarf og óskum þeim og samstarfsstofnunum innilega til hamingju með árangurinn.
Íslensku vefverðlaunin fóru fram föstudaginnn 11. mars síðastliðinn og voru framúrskarandi vefir ársins 2021 verðlaunaðir. Verðlaunin eru veitt árlega en þetta er í 21. sinn sem verðlaunin eru veitt. Samtök vefiðnaðarins (SVEF) eru fagsamtök þeirra er starfa að vefmálum á Íslandi en það er SVEF sem stendur fyrir verðlaununum.
Í ár var það dómnefnd skipuð 61 dómara sem valdi bestu vefina út frá gæðum forritunar, hönnunar, notendaupplifunar, efnissköpunar, aðgengis og sköpunargleði.
Veitt voru verðlaun í 13 flokkum auk sérstakra verðlauna fyrir Verkefni ársins, hönnun og viðmót og aðgengismál.
Sextíu og fimm verkefni voru tilnefnd í ár og átti Stafrænt Ísland fjórar tilnefningar.
Þau verkefni sem fengu tilnefningu voru:
Ísland.is sem opinber vefur ársins
Mínar síður Ísland.is sem vefkerfi
Stafrænn samningur um lögheimili barns sem stafræn lausn
Reglugerðarsafn Íslands sem vefkerfi