2. nóvember 2022
2. nóvember 2022
Innheimtugagnavinnslu lögaðila árið 2022 vegna tekjuársins 2021 er lokið
Fjársýslan hefur undanfarið unnið að Innheimtugagnavinnslu lögaðila í samvinnu við Skattinn.
Fjársýslan hefur undanfarið unnið að Innheimtugagnavinnslu lögaðila í samvinnu við Skattinn. Í vinnslunni eru lagðir á skattar samkvæmt framtali á aðila í atvinnurekstri (lögaðila).
Innheimtu- og álagningarseðla er hægt að nálgast á www.island.is og á www.skattur.is Greiðsluseðlar vegna álagningar hafa verið birtir á Ísland.is og sendir til skeytamiðlunar fyrir þá lögaðila sem nýta sér þá þjónustu.
Þriðjudaginn 1. nóvember voru greiddar út inneignir að upphæð 18,1 milljarðar til rúmlega 6 þúsund lögaðila, engum greiðslum var hafnað.
Inneignir upp á kr. 2,2 milljarða verða greiddar út síðar.
Nánari upplýsingar um greiðslustöðu veita Innheimtumenn ríkissjóðs en um álagninguna Skatturinn.