12. janúar 2022
12. janúar 2022
Þessi frétt er meira en árs gömul
Heimagisting 2022
Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir heimagistingu árið 2022. Heimagistingarleyfi gefur einstaklingi leyfi til að selja gistingu á lögheimili sínu eða í einni annarri fasteign í hans eigu.

Heimagistingarleyfi gefur einstaklingi leyfi til að selja gistingu á lögheimili sínu eða í einni annarri fasteign í hans eigu. Á hverju almanaksári má hver einstaklingur leigja út rými í að hámarki 90 daga samanlagt eða fyrir að hámarki tvær milljónir króna.
Umsóknir fyrir nýskráningu og endurnýjun ásamt frekari upplýsingum má nálgast á vef sýslumanna.
Þeir sem ætla að endurnýja skráningu þurfa að skila inn nýtingaryfirliti fyrir árið 2021.